Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2017-2018

Viltu halda tónleika í Hofi eða Samkomuhúsinu? Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins auglýsir eftir umsóknum fyrir starfsárið 2017-2018. Sjóðurinn er nýr og helstu markmið hans eru að auðvelda ungu tónlistarfólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér aðstöðuna í húsunum, stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum og nýta þá möguleika sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á fyrir tónlistarviðburði. 

Umsóknir sendist í netfangið tonlistarsjodur@akureyri.is og skal fylgja greinargóð lýsing á verkefni og markmiðum þess, kostnaðaráætlun og óskir flytjenda um dagsetningu viðburðar. Síðasti dagur til að skila inn umsóknum er mánudagurinn 29. maí. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða á Akureyrarstofu. Netfang: huldasif@akureyri.is.

 

Hér má sjá markið sjóðsins og vinnureglur vegna úthlutunar fyrir starfsársið 2017-2018:

  1. Helstu markmið sjóðsins:
    1. Auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á.
    2. Stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum í Hofi og Samkomuhúsinu.
    3. Nýta þá möguleika sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á fyrir tónlistarviðburði
  2. Umsækjendur geta verið einstaklingar, hópar eða félagasamtök sem hyggjast vera með tónlistarviðburð í Hofi eða Samkomuhúsinu.
  3. Umsóknum skal skila í tölvupósti í netfangið tonlistarsjodur@akureyri.is. Í umsókninni komi fram greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess, kostnaðaráætlun, ferilskrá helstu þátttakenda og óskatími til sýninga eða flutnings.
  4. Í fjárhagsáætlun umsóknar skal þess getið í hvaða aðra sjóði sótt hefur verið um styrk fyrir verkefninu, eða ráðgert er að sækja um til á þeim tímapunkti sem umsóknin er gerð. Úthlutunarnefndin lítur það jákvæðum augum að verkefni hljóti einnig styrkveitingu annarstaðar frá.
  5. Litið verður til eftirtalinna atriða við afgreiðslu umsókna
  6. Styrkur sjóðsins miðar að því að styðja listafólk við að koma fram í á vettvangi Hofs eða Samkomuhússin. Skilyrt er að styrkur sjóðsins fari í að greiða aðstöðugjöld og annan kostnað sem hlýst af viðburðahaldinu. Styrkþegi annast sjálfur samskipti við Menningarfélag Akureyrar, sem rekur Hof og Samkomuhúsið, bókar sjálfur og semur um tímasetningar. Styrkþegi sér um greiðslu gjalda til MAk. MAk á ekki kröfurétt á sjóðinn. Gerður skal skriflegur samningur um styrkinn.
  7. Sjóðurinn ber ekki fjárhagslega ábyrð á verkefnum sem styrk hljóta.
    1. Að verkefnið henti og nýti möguleika Hofs eða Samkomuhússins
    2. Að verkefnið hafi möguleika á að höfða til nýrra áheyrandahópa
    3. Að umsókn verkefnisins sýni fram á að hér sé á ferð bæði metnaðarfullt og framkvæmanlegt verkefni.
    4. Að verkefnið ýti undir fjölbreytt tónlistar- og viðburðalíf í Hofi og Samkomuhúsinu.
  1. Sjóðurinn skal ekki hafa tekjur af neinu þeirra verkefna sem hljóta styrk. Sá fjárhagslegi ávinningur sem kann að hljótast af verkefninu, t.a.m. í formi miðasölu, skal fyrst og fremst nýtast þeim listamönnum sem taka þátt í verkefninu.
  2. Hámarksstyrkur sjóðsins við einstakt verkefni við hverja úthlutun er kr. 500.000 Þess skal getið að umrædd upphæð er hámark, en ekki endilega viðmið við styrkúthlutanir.
  3. Miðast skal við að styrkur greiðist út að verkefni loknu.
  4. Sjóðsins skal getið í því kynningarefni sem birt er og gefið er út í tengslum við þau verkefni sem styrkt eru. Styrkþegi skal geta þess í kynningu sinni á verkefninu, þar með töldum í fréttatilkynningu og á samfélagsmiðlum ef það á við, að verkefnið sé styrkt af sjóðnum.
  5. Styrkþega ber að skila stuttri greinargerð til sjóðsins, áður en greiðsla styrks er framkvæmd.
  6. Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að afturkalla styrkveitingu ef hún metur það sem svo að tvísýnt sé um framvindu verkefnisins, eða að ljóst þyki að ekki verði að viðburðinum.
  7. Úthlutunarnefndin veitir ekki rökstuðning fyrir afgreiðslu umsókna.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan