Tómstundastarf barna vorið 2019

Það er ýmislegt brallað og margt fallegt búið til í tómstundastarfinu í Punktinum.
Það er ýmislegt brallað og margt fallegt búið til í tómstundastarfinu í Punktinum.

Könnun sem gerð var vorið 2018 á vegum tómstundastarfs barna á Punktinum í Rósenborg leiddi í ljós að mikil eftirspurn og þörf er á námskeiðum sem efla sjálfstæði og sjálfsöryggi. Einnig var óskað eftir námskeiði sem eflir næringar- og heilsuvitund.

Ávallt er reynt eftir bestu getu að koma til móts við þarfir og óskir foreldra og barna. Þess vegna er nú boðið upp á ný og spennandi námskeið ásamt þeim sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarin ár.

Námskeið í boði á vorönn eru: Tilraunir og tækni, Það er leikur að leira, Framandi furðuverur, Óbyggðirnar kalla, Fímó-fígúrur, Tálgun, Brjóstsykursgerð, Litir og línuteikning og Létt og ljúffengt á Lemon. Námskeiðin virðast öll falla vel í kramið hjá krökkunum og sérstaka athygli vekur hversu mikil aðsókn er á útivistanámskeiðið Óbyggðirnar kalla og matreiðslunámskeiðið hjá Lemon.

Nánari upplýsingar um námskeið er að finna á heimasíðu Punktsins.

Ef fullt er á námskeið þá er um að gera að senda póst á tomstund@akureyri.is og láta skrá sig á biðlista.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan