Tómstundadagskrá í Skógarlundi í sumar

Hæfingarstöð fatlaðra í Skógarlundi verður lokað í fjórar vikur í sumar vegna sumarleyfa starfsmanna og því mun venjubundin dagskrá Hæfingarstöðvarinnar leggjast af.

Boðið verður því upp á tómstundadagskrá, lifandi tónlist og kaffisopa alla virka daga frá kl. 13-16. Opið verður frá 8. júlí til 1. ágúst.

Það verður brallað margt skemmtilegt saman og fyrirhugað er að vera með lifandi tónlist flesta dagana ásamt annarri fjölbreyttri afþreyingu sem miðast við áhugasvið og getu gesta. Sjá nánari dagskrá hér.

Ennþá er pláss fyrir fleiri áhugasama til að koma í heimsókn og flytja lifandi tónlist eða vera með námskeið. Þeir sem vilja leggja Hæfingarstöðinni í Skógarlundi lið og koma fram er bent á að hafa samband við Karen Dögg Úlfarsdóttur Braun, verkefnastjóra frístundar v/ Skógarlund, í síma 460 1492 eða senda póst á netfangið karend@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan