Tökum til í bænum okkar

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

Akureyrarbær hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að taka höndum saman við að hreinsa til eftir veturinn.
Eigendur og starfsmenn fyrirtækja eru hvattir til að fjarlæga það sem safnast hefur á lóðum svo sem óvarið járnarusl, plastkör, timbur, byggingarefni, bílflök, bílahluti, kerrur, jarðvegsafganga og fleira.

Á næstu dögum munu starfsmenn Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra líma aðvörunarmiða á þá hluti sem skylt er að fjarlægja. Viðkomandi eigendum verður veittur 7 daga frestur og að honum loknum munu hlutir verða fjarlægðir á kostnað eigenda.

Hreinsunarvikan verður á tímabilinu 11. til 22. maí nk., nánar auglýst síðar.
Ágætu bæjarbúar, leggjumst nú á eitt með að bæta umhverfi okkar svo að það verði okkur öllum til sóma.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan