Tökum nagladekkin úr umferð

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Nagladekk eru ekki leyfileg á tímabilinu frá 15. apríl til 1. nóvember og óæskileg á öðrum tímum.

Nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna með því að slíta malbikið hundraðfalt hraðar en önnur dekk. Einnig auka þau eldsneytiskostnað bifreiða, valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Neikvæð áhrif svifryks í andrúmslofti á heilsu manna hafa komið sífellt betur í ljós á síðustu árum.

Tökum því nagladekkin úr umferð eigi síðar en 15. apríl.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan