Tilnefning til byggingarlistaverðlauna Akureyrar 2017

Hvað sérð þú fallegt, hagkvæmt, listrænt og vel útfært á Akureyri? Stjórn Akureyrarstofu veitir ár hvert viðurkenningu fyrir byggingarlist. Nú er leitað til bæjarbúa um tilnefningar til viðurkenningarinnar sem verður veitt á Vorkomu Akureyrarstofu sumardaginn fyrsta.

Í tilnefningunni þarf að koma fram hús, viðbygging, húsaröð-og/eða heild sem lokið var við á síðustu 10 árum. Einnig má tilnefna arkitekt/hönnuð og ævistarf.

Tilnefningum er komið til skila HÉR og og er öllum velkomið að senda inn.

Vinsamlegast kynnið ykkur Byggingarlistarstefnu Akureyrarbæjar.

Hér má sjá hvaða byggingar eða arkitektar hafa hlotið þessa viðurkenningu frá árinu 1989.

Frestur til að skila tilnefningum er til og með 22. febrúar

Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið byggingarlist@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?