Melgerðisás, Skarðshlíð og íþróttasvæði Þórs - Tillögur að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi

Eftirtaldar skipulagstillögur eru auglýstar samhliða:

Skarðshlíð, Melgerðisás, þétting byggðar - breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018,

Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 13. júlí 2017 samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í Hlíðahverfi.

Svæðið sem breytingum tekur nær yfir íbúðasvæðið við Skarðshlíð, frá Undirhlíð að Litluhlíð og svo kvennfélagsreitinn og íbúðasvæðið á Melgerðisásnum. Breytingar eru gerðar á stærðum og afmörkunum landnotkunarreita fyrir íbúðasvæðin, stofnanasvæði Glerárskóla og opið svæði fyrir kvennfélagsreitinn. Opið svæði, skilgreint fyrir íþrótta- og æfingasvæði, er breytt í íbúðasvæði og reiturinn stækkaður.

Skarðshlíð, Melgerðisás, tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Melgerðisás og Skarðshlíð - deiliskipulag

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. september 2017 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið nær yfir Melgerðisás og Skarðshlíð að Hörgárbraut, frá Undirhlíð að sunnan og að Litluhlíð að norðan. Skipulagsmörkum deiliskipulags Hlíðahverfis, suðurhluta, er breytt til samræmis við afmörkun hins nýja deiliskipulags.

Deiliskipulagið skilgreinir m.a. nýjar lóðir, byggingarreiti og umferðarsvæði með það að markmiði að þétta byggð.

Við gildistöku mun deiliskipulag æfingasvæðisins við Skarðshlíð verða fellt úr gildi.

Melgerðisás og Skarðshlíð, tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur

Melgerðisás og Skarðshlíð, tillaga að deiliskipulagi, greinargerð

Melgerðisás og Skarðshlíð, húsakönnun

Hlíðahverfi, suðurhluti, tillaga að skipulagsbreytingum

 

Íþróttasvæði Þórs - deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. september 2017 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði Þórs skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin gerir m.a. ráð fyrir að æfingasvæði kastgreina verði komið fyrir í suðausturhorni svæðisins. Breyting er gerð á aðkomu og bílastæðum.

Íþróttasvæði Þórs, tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 13. september til 25. október 2017 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Allar tillögurnar eru aðgengilegar í hlekkjum hér að ofan.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 25. október  2017 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

13. september 2017
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan