Tillaga að deiliskipulagsbreytingum vegna Hólasandslínu 3

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögur að deiliskipulagsbreytingum sem auglýstar eru samhliða vegna Hólasandslínu 3.

Breiðholt – breyting á deiliskipulagi
Skipulagssvæðið afmarkast af Súluvegi í norðri, hesthúsahverfinu í Breiðholti í austri, óbyggðu svæði í suðri og vestri Í tillögunni felst að afmarkað er svæði fyrir lagningu Hólasandslínu 3 í jarðstrengjum. Er lega jarðstrengsins (tvö jaðstrengjasett) sýnd á uppdrætti ásamt 20 m helgunarsvæði.

Akureyrarflugvöllur – breyting á deiliskipulagi
Skipulagssvæðið afmarkast af Akureyrarflugvelli í norðri, Eyjafjarðará í austri, óbyggðu svæði í suðri og Drottningarbraut í vestri. Í tillögunni felst að afmarkað er svæði fyrir lagningu Hólasandslínu 3 í jarðstrengjum. Er lega jarðstrengsins (tvö jaðstrengjasett) sýnd á uppdrætti ásamt 20 m helgunarsvæði. Er breytingin til samræmis við tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem einnig er til afgreiðslu.

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum eru til sýnis á 1. hæð, í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, frá 13. nóvember til 2. janúar 2020, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. 

Einnig er hægt að skoða tillögurnar hér: Breiðholt, Akureyrarflugvöllur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 2. janúar 2020 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.


13. nóvember 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan