Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 – Uppbygging á Oddeyri

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 15. september 2020 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu.
Svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri sem nú er skilgreint sem AT1 og ÍB2 breytist í ÍB2b og verður reiturinn skilgreindur sem D1 innan þróunarreits D samkvæmt rammaskipulagi.
Á svæðinu er gert ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum í fjölbýlishúsum og atvinnustarfsemi á neðstu hæð í hluta húsanna. Í fjölbýlishúsunum skulu vera fjölbreytilegar íbúðastærðir og fjöldi íbúða 100-150. Byggingar skulu ekki ná hærra en 25 m.y.s.

Hægt er að skoða tillöguna hér.

Mikilvægt er að þeir sem sendu inn athugasemdir vegna kynningar sendi aftur inn athugasemdir vegna auglýsingarinnar.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 17. febrúar 2021 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarbæjar.

Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

6. janúar 2021
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan