Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 – Uppbygging á Oddeyri

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 15. september 2020 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu.
Svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri sem nú er skilgreint sem AT1 og ÍB2 breytist í ÍB2b og verður reiturinn skilgreindur sem D1 innan þróunarreits D samkvæmt rammaskipulagi.
Á svæðinu er gert ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum í fjölbýlishúsum og atvinnustarfsemi á neðstu hæð í hluta húsanna. Í fjölbýlishúsunum skulu vera fjölbreytilegar íbúðastærðir og fjöldi íbúða 100-150. Byggingar skulu ekki ná hærra en 25 m.y.s.

Hægt er að skoða tillöguna hér.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 17. febrúar 2021 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

6. janúar 2021
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan