Nýtt stígaskipulag Akureyrarbæjar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 1. september 2020 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi 2018-2030.

Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir stígakerfið innanbæjar. Tillagan er unnin í samræmi við markmið bæjarins um að byggja upp skilvirkt, öruggt og aðlaðandi stígakerfi sem gerir íbúum kleift að sinna vinnu, daglegum erindum og frístundum allt árið um kring.

Í tillögunni er stígakerfið flokkað í stofnstíga, tengistíga, útivistarstíga, reiðstíga og almenna stíga.

Hér að neðan er hægt að skoða tillöguna:

Greinargerð (20mb)

Uppdráttur

Hér erum við í ferlinu

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér tillöguna. 
Hægt er að koma á framfæri athugasemdum í gegnum skipulagssvid@akureyri.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram, en einnig er tekið á móti skriflegum athugasemdum í Ráðhúsi, Geislagötu 9.

Frestur til að gera athugasemdir rennur út föstudaginn 6. nóvember 2020.

Hér er hægt að skoða umsagnir og athugasemdir sem bárust þegar drög að tillögunni voru kynnt auk viðbragða bæjarins við efni þeirra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan