Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 Krossaneshagi B-áfangi

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að hluti núverandi athafnasvæðis, merkt AT5, sem liggur sunnan Óðinsness og vestan Krossanesbrautar breytist í iðnaðarsvæði.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á 1. hæð, í Ráðhúsi Akureyrarkaupstaðar og hjá Skipulagsstofnun, frá 14. ágúst til 25. september 2019 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Einnig er hægt að skoða tillöguna hér.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn til 25. september 2019 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.


14. ágúst 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan