Til hamingju, Vigdís

Frú Vigdís Finnbogadóttir í Háskólanum á Akureyri daginn sem hún var sæmd heiðursnafnbót við heilbri…
Frú Vigdís Finnbogadóttir í Háskólanum á Akureyri daginn sem hún var sæmd heiðursnafnbót við heilbrigðisvísindasviði skólans. Mynd af vef HA: Daníel Starrason.

Akureyrarbær óskar frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, til hamingju með 90 ára afmælið. 

Vigdís fæddist 15. apríl 1930 og var fjórði forseti Íslands. Hún gegndi embættinu frá 1980 til 1996. Vigdís var fyrsta konan i heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja.

Hinn 8. nóvember sl. var hún sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Af því tilefni var haldið málþing í háskólanum þar sem fjallað var um víðtæk áhrif hennar á íslenskt samfélag.

Vigdís hefur látið mikið til sín taka á sviði umhverfismála, jafnréttismála og menningarlegrar fjölbreytni. Hún hefur verið og er enn, Íslendingum öllum góð fyrirmynd, ekki síst þeirri kynslóð sem ólst upp við að kona gegndi embætti forseta Íslands.

Til hamingju Vigdís!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan