Þrettán verkefni hljóta styrk

Barnamenningarhátíð verður haldin þriðja sinni á Akureyri dagana 21.-26. apríl nk. Á fundi stjórnar Akureyrarstofu í síðustu viku voru lagðar fram og samþykktar tillögur fagráðs um styrkveitingar til verkefna á Barnamenningarhátíð 2020.

Verkefni sem hljóta styrk 2020:

 • Snjallsmiðja á Amtsbókasafninu
 • Listasmiðja og listasýning í Akureyrarkirkju
 • Rokkandi Rapp - tónleikar fyrir börn og unglinga
 • Raddir barna á Akureyri
 • Cosplay-smiðja / Búningasmiðja
 • Kúristund, teiknileikni og hávaði á söfnunum í Innbænum
 • Ritlistasmiðja á Amtsbókasafninu
 • Barn sem nýtur réttinda sinna
 • Föndrað í Ráðhúsinu
 • Óperukæti í leikskólum Akureyrar
 • Hæfileikakeppni Akureyrar
 • Myndlistarverkstæði
 • Veggspjöld fyrir Tröllið í Hofi

Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem efla sköpunarkraftinn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan