Þorsteinn Bachmann segir upp

Þorsteinn BackmannÞorsteinn Bachmann hefur sagt upp störfum sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann segir ástæður uppsagnarinnar persónulegar og að þær séu ótengdar dómi Hæstaréttar sem féll í gær.

"Þetta er persónuleg ákvörðun sem ég tók að eigin frumkvæði. Þetta hefur verið erfiður tími en nú hefur tekist að koma skútunni á flot og þá tel ég rétt að hleypa öðrum að," segir Þorsteinn en hann segir upp með sex mánaða fyrirvara og klárar því leikárið hjá leikfélaginu.

Þorsteinn segir að nú sé kominn tími til að snúa sér að öðrum störfum. "Ég vil fara meira út í leikstjórn og fleira þar sem ég nýti mína listrænu krafta betur heldur en þegar ég stend í svona ströngu í rekstrinum hérna. Ég er kannski búinn að fá nóg af því í bili." Hann segir að rekstur félagsins gangi nú vel. "Ég skil hér við leikfélagið eins og ég mundi vilja taka við því sjálfur."

Frétt af www.mbl.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan