The Guardian mælir með Akureyri

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Um helgina birtist í vefútgáfu breska blaðsins The Guardian umfjöllun um 40 "heitustu" áfangastaðina og var Akureyri þeirra á meðal.

Í umfjöllun The Guardian segir meðal annars að sjálfur bærinn sé frábær áfangastaður og þaðan sé einnig stutt í náttúruperlur á borð við Goðafoss og Mývatn. Nefnt er að á Akureyri gæti yfirleitt minni úrkomu en á höfuðborgarsvæðinu og að margir flottir staðir séu í miðbænum.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri segir að þessi tíðindi komi í sjálfu sér ekki á óvart en þeim beri að fagna.

„Við hljótum að fagna því mjög að breska blaðið skuli velja Akureyri sem einn af 40 áhugaverðustu áfangastöðunum á þessu ári og hafa bæinn efstan í umfjöllun á heimasíðu sinni. Við finnum fyrir síauknum áhuga erlendra ferðamanna á bænum og nægir í því sambandi að nefna beina flugið til bæjarins sem breska ferðaskrifstofan Super Breaks stendur fyrir og hlaut frábærar viðtökur ytra. Ferðaskrifstofan varð að bæta við ferðum og hefur nú þegar ákveðið að fljúga einnig beint til Akureyrar veturinn 2018-2019," segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. Fyrsta Super Break þotan frá Bretlandi lendir á Akureyri um hádegisbil næsta föstudag, 12. janúar.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan