Taktu þátt í Listasumri 2020

Akureyrarstofa leitar að áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 3. júlí og lýkur 31. júlí 2020.

Í boði eru 23 styrkir að verðmæti 1.400.000 kr. samanlagt. Styrkjum fylgir afnot af rými í Deiglunni, Listasafninu á Akureyri, Menningarhúsinu Hofi, Davíðshúsi, Minjasafninu á Akureyri eða Rósenborg ásamt aðgangi að kynningarefni Listasumars og tækjabúnaði í ákveðnum rýmum.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðunni listasumar.is.

Síðasti skiladagur umsókna er til og með 16. febrúar nk.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan