Sverre er nýr framkvæmdastjóri ÍBA

Sverre Andreas Jakobsson. Mynd af heimasíðu Akureyri handboltafélags.
Sverre Andreas Jakobsson. Mynd af heimasíðu Akureyri handboltafélags.

Sverre Andreas Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og mun hann hefja störf þann 2. maí nk. Sverre tekur við starfinu af Þóru Leifsdóttur sem mun þó áfram starfa á skrifstofu bandalagsins.

Sverre er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, auk mastersgráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Þá hefur hann einnig menntað sig í fjármögnun og fjárfestingum fyrirtækja, arðsemisgreiningu, enskri ritun og vinnusálfræði.

Sverre er íþróttaáhugamönnum að góðu kunnur en hann á að baki glæsilegan feril sem handknattleiksmaður. Hann var atvinnumaður í handknattleik í Þýskalandi í mörg ár og á að baki 182 landsleiki með A-landsliði Íslands.

Nánar á heimasíðu ÍBA.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan