Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 26. maí 2018

Kjördeildir í VMA
Kjördeildir í VMA

Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í
Grímseyjarskóla. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey
og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu og eru kjósendur beðnir um
kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa.

Kjörfundur hefst á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey klukkan 9:00 og lýkur eigi síðar en
klukkan 22:00.

Kjósendur í Hrísey og Grímsey athugið, að kjörstað kann að verða lokað fyrr að uppfylltum
skilyrðum 66. gr. laga nr. 5/1998. Þeir eru því hvattir til að mæta á kjörstað fyrir kl. 17:00.
Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða þó að lágmarki opnir til kl. 17:30 nema allir á kjörskrá
hafi kosið fyrir þann tíma.


Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur á bókasafni VMA. Netfang kjörstjórnar er
kjorstjorn@akureyri.is og á kjördegi er sími hennar 464-0350. Kjörskrá liggur frammi frá
16. maí 2018 og miðast hún við skráð lögheimili kjósenda hjá Þjóðskrá Íslands þann 5. maí
2018. Kjósendum er frjálst að skoða kjörskrána og mun hún liggja frammi í þjónustuanddyri
Akureyrarkaupstaðar í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, Akureyri. Þá er kjörskrána einnig að finna
á veffanginu: www.kosning.is

Kjósendur skulu viðbúnir því að vera krafðir um persónuskilríki eða önnur
kennivottorð á kjörfundi.

 

Akureyri 18. maí 2018.
Yfirkjörstjórnin á Akureyri
Helga Eymundsdóttir
Júlí Ósk Antonsdóttir
Þorsteinn Hjaltason

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan