Sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk.

Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí 2022. Níu listar bjóða fram í Akureyrarbæ.

Á Akureyri er kosið í Verkmenntaskólanum, í Hríseyjarskóla í Hrísey og Grímseyjarskóla í Grímsey. 

Kjörfundur stendur yfir frá klukkan 9 til 22.

Talning atkvæða fer fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri. 

Athygli kjósenda í Hrísey og Grímsey er vakin á því að kjörstað kann að verða lokað fyrr að uppfylltum skilyrðum 91. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Þeir eru því hvattir til að mæta á kjörstað fyrir kl. 17. Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða þó að lágmarki opnir til kl. 17.30 nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

Kjósendum ber að sýna persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi.

Nánar um sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan