Sundlaugum og íþróttahúsum lokað

Sundlaug Akureyrar verður lokað kl. 14 í dag. Ef veður leyfir verður opnað að nýju á hádegi á morgun, miðvikudag. 

Einnig hefur verið ákveðið að loka Íþróttahölinni, íþróttahúsi Síðuskóla, íþróttamiðstöð Giljaskóla, íþróttamiðstöð Glerárskóla og íþróttamiðstöðinni í Hrísey. Það sama á við um íþróttahús Naustaskóla og KA-heimilið. Hamri og Boganum verður lokað kl. 16 í dag. 

Æfingar og íþróttastarfsemi hefur riðlast vegna veðurs og hefur fjölda æfinga verið aflýst.  Vonast er til að starfsemi íþróttamannvirkja bæjarins verði með eðlilegum hætti frá kl 14. á morgun. Almennt verður staðan metin í fyrramálið og veittar upplýsingar þegar þær liggja fyrir. 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan