Sundlaugar eru opnar í dag

Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug hafa verið opnaðar að nýju. Þeim var lokað á þriðjudag vegna óveðurs.

Vegna rafmangstruflunar og heitavatnsskorts var ekki hægt að opna aftur um leið og veðrinu slotaði, enda hafði hitastig allra sundlauga og potta lækkað mikið. Nú hefur tekist að hita aftur upp og ættu laugar og pottar meira og minna að hafa náð réttu hitastigi. Þar af leiðandi var opnað í morgun. 

Starfsfólk sundlauganna hlakkar til að taka aftur á móti viðskiptavinum. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan