Sundlaug Akureyrar kemur vel út í notendaúttekt Sjálfsbjargar

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar tak…
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar taka við viðurkenningunni frá Bergi Þorra Benjamínssyni formanni Sjálfsbjargar.

Sundlaug Akureyrar er ein sex sundlauga á landinu sem kemur vel út í notendaúttekt Sjálfsbjargar. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra fór af stað síðastliðið sumar með aðgengisverkefni sem fólst í að gera notendaúttekt á sundlaugum á svæðum aðildarfélaganna m.t.t. aðgengis fyrir hreyfihamlaða. Heiti verkefnisins var: Sundlaugar okkar ALLRA! og er það tilvísun í þá staðreynd að margar sundlaugar landsins hafa ekki aðgengi fyrir fatlaða. Alls voru 24 sundlaugar um land allt með í úttektinni. Niðurstöðurnar eru birtar á vefsíðu Sjálfsbjargar og sundlaugar sem komu hvað best út voru: Sundlaug Akureyrar, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, Laugardalslaugin í Reykjavík, Ásvallalaug, Kópavogslaug, og Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan