Sumarstörf hjá Akureyrarbæ

Hrísey er hluti af sveitarfélaginu Akureyri. Þar eru meðal annars auglýst laus til umsóknar sumarstö…
Hrísey er hluti af sveitarfélaginu Akureyri. Þar eru meðal annars auglýst laus til umsóknar sumarstörf í áhaldahúsinu.

Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ er hafið. Margvísleg störf eru í boði, svo sem á sambýlum, í öldrunarþjónustu, íþróttamannvirkjum, skrifstofustörf o.fl.

Allir umsækjendur þurfa að sækja um rafrænt og er öllum umsækjendum svarað. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

Leiðbeiningar um hvernig sótt er um starf er að finna hér.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um störf hjá Akureyrarbæ og skoða með opnum huga þau störf sem í boði eru: Því ekki að komast út úr hefðbundnum kynhlutverkum og prófa eitthvað nýtt?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan