Sumarliði Helgason ráðinn sviðsstjóri

Sumarliði Helgason.
Sumarliði Helgason.

Sumarliði Helgason hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs sem auglýst var laust til umsóknar þann 26. júní sl. Alls bárust 28 umsóknir um starfið, fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

Sumarliði lauk tölvunarfræðinámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2004 og leggur stund á diplómanám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hann býr yfir mikilli reynslu í upplýsingatækni, hefur starfað sem svæðisstjóri Origo (áður Nýherja) á Norðurlandi frá árinu 2015 þar sem hann hefur m.a. séð um rekstur, stýringu mannauðs, haft yfirumsjón með lausnaframboði til viðskiptavina á Norðurlandi og komið að þróun og innleiðingu í upplýsingatækni, þ.á m. í stafrænni þróun. Sumarliði var þjónustustjóri hjá Advania á árunum 2014-2015, viðskiptastjóri hjá Símanum 2011-2014, forstöðumaður upplýsingatæknimála hjá Saga Fjárfestingabanka 2007-2011. Áður var hann viðskiptastjóri, þjónustustjóri og þjónustu- og öryggisstjóri innan upplýsingatæknigeirans.

Sumarliði kemur til starfa hjá Akureyrarbæ á allra næstu vikum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan