Gildagur á laugardaginn

Fjórði Gildagur ársins í Listagilinu er laugardaginn 18. maí og verður samsýningin „Vor" opnuð í Listasafninu á Akureyri. Jafnframt verður sýningin „Salon des Refusés" opnuð í Deiglunni. Seinni helgi sýningarinnar „Sumarljós" er í Mjólkurbúðinni og Listhópurinn RÖSK frumsýnir heimildarmyndina RÖSK í mynd og örsmiðja fyrir börn í boði. Tilboð í verslunum, krítar, sápukúlur og margt fleira í boði.

Vegna Gildagsins er Listagilið einungis opið gangandi vegfarendum milli kl. 14-17. Hægt verður að komast að bílastæðum efst og neðst í Listagilinu.

Hægt er að skoða dagskrá Gildagsins á gildagur.is. Veðurspáin er ákaflega góð.

Lokanir í Listagilinu frá kl. 14-17 sjást á meðfylgjandi mynd.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan