Styrkir til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna.

Foreldrar/forráðamenn barna í viðkvæmri stöðu geta nú sótt um styrki til þess að greiða fyrir tómstundastarf barna sinna í sumar. Um er að ræða sérstakt fjármagn frá ríkinu sem veitt er í kjölfar covid tímabilsins og ætlað að efla frístundarstarf barna. Horft verður til tekjulágra heimila, félagslegra erfiðleika og ýmis konar frávika hjá barni.

Sótt er um í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar undir kaflanum "Velferðarmál" í umsóknalistanum. Nánari upplýsingar veita félagsráðgjafar á velferðarsviði.

Vakin er athygli á að um takmarkað fjármagn er að ræða og verður styrkurinn greiddur út svo lengi sem það endist.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan