Stuðningsfjölskyldur óskast

Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd, félagsþjónustu og fötlunarmálum sem fyrst.

Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum og styrkja stuðningsnet þeirra. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar.

Upplýsingar um störfin veita:

  • Barnavernd: Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, vilborg@akureyri.is
  • Félagsþjónusta og fötlunarmál: Fanney Jónsdóttir, ráðgjafi í málefnum fatlaðra, fanneyj@akureyri.is

Námskeið:

Boðið verður upp á námskeið fyrir stuðningsfjölskyldur og þá sem vilja gerast stuðningsfjölskyldur. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 8. nóvember kl.16:30 í Glerárgötu 26, 1. hæð. Leiðbeinendur eru Fanney Jónsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir. Skráning á námskeiðið er á netfangið fanneyj@akureyri.is .

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan