Stuðningsfjölskyldunámskeið

Fanney Jónsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir
Fanney Jónsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir

Fimmtudaginn 8. nóvember var haldið námskeið á fjölskyldusviði þar sem farið var yfir hlutverk þeirra sem eru og vilja verða stuðningsfjölskylda.

Umsjón með námskeiðinu höfðu Fanney Jónsdóttir, fulltrúi frá félagsþjónustunni, og Jóhanna Hjartardóttir, fulltrúi frá barnavernd. Námskeiðið mæltist vel fyrir og var vel sótt en um tuttugu manns tóku þátt.

Undanfarin misseri hefur fjölskyldusvið auglýst reglulega eftir stuðningsfjölskyldum og sjaldan hefur þörfin verið meiri en núna.

 

Þeir sem eru áhugasamir um að gerast stuðningsfjölskylda geta fengið nánari upplýsingar hjá:

Barnavernd: Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, vilborg@akureyri.is
Félagsþjónusta og fötlunarmál: Fanney Jónsdóttir, ráðgjafi í málefnum fatlaðra, fanneyj@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan