Strengjatónar og þjóðbúningadagur

Systurnar Sólrún og Sunneva.
Systurnar Sólrún og Sunneva.

Næsta fimmtudag halda systurnar Sólrún og Sunneva tónleika í Davíðshúsi og á laugardag verður sérstakur þjóðbúningadagur á hlaðinu við gamla bæinn í Laufási

Strengjatónar – Allar gáttir opnar í Davíðshúsi
Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 16.30-17.00
Aðgangur ókeypis

Sólrún og Sunneva eru syngjandi og hljóðfæraleikandi systur af Syðri-Brekkunni. Þær hafa komið fram við ýmis tækifæri síðan þær voru ungar að árum. Á þessum tónleikum munu þær syngja og spila sín uppáhalds lög, t.d. eftir Bítlana, Stevie Wonder, Dodie og fleiri.

Davíðshús er heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem þar bjó til dánardags 1964. Davíð var fagurkeri á fleira en orðsins list eins og húsakynnin bera með sér, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, blanda af listasafni, minjasafni og heimili.

Viðburðaröðin Allar gáttir opnar hefur það að markmiði m.a. að gefa ungu listafólki tækifæri til að koma fram.

Viðburðurinn er hluti Listasumars og er styrktur af Uppbyggingarsjóði Eyþings. Aðgangur ókeypis

Fullveldið á hlaðinu – þjóðbúningadagur í Laufási
Laugardaginn 18. ágúst kl. 14-16
Ókeypis fyrir fólk í þjóðbúningum

Á hlaðinu við Laufás í Eyjafirði verða prúðbúnar konur og karlar í glæsilegum þjóðbúningum, sem eru afrakstur námskeiða sem tugir kvenna úr Eyjafirði hafa sótt hjá Þjóðháttafélaginu Handraðanum og Heimilisiðnaðarfélaginu undanfarið ár.

Þar hafa orðið til faldbúningar, upphlutir og peysuföt sem verða sýnd á einskonar tískusýningu á hlaðinu við gamla bæinn í Laufás. Einstaklega fagurt handverk.

Aðgangur ókeypis fyrir fólk í þjóðbúningum.

Traditional Icelandic costumes recently made by local women and displayed in a fashion show, sort of, in front of the Old turf farm Laufás in Eyjafjörður. Dozens of women have participated in workshops over the past year making exquisite traditional clothes. The surroundings are particularly appropriate being the historical site Laufás with its exquisite 19th century turf rectory and church.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan