Strætóferðir falla niður

Allar ferðir Strætisvagna Akureyrar falla niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðir dagsins verða farnar á sjötta tímanum:

Leið 1 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:30
Leið 2 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:07
Leið 3 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:06
Leið 4 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:35
Leið 5 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:10
Leið 6 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:18

Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir að farnar verði ferðir fyrir hádegi.

Við munum fylgjast vel með og reyna að hefja aftur ferðir eins fljótt og kostur er. Tilkynninga er aftur að vænta á hádegi á morgun nema veður leyfi annað.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan