Strætó í Hagahverfi

Endastöð SVA hefur til bráðabirgða verið færð suður fyrir BSO. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Endastöð SVA hefur til bráðabirgða verið færð suður fyrir BSO. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Sunnudaginn 22. maí hefja Strætisvagnar Akureyrar akstur um hið nýja Hagahverfi syðst í bænum. Leiðir 5 og 6 fara um hverfið og hefur hver leið því lengst um 4 mínútur. Tímatöflur hafa því breyst lítilsháttar, einkum á leið 5.

Ekki verður gefin út leiðabók en nálgast má allar upplýsingar um strætóleiðir á Akureyri.is, í strætó-appinu og á straeto.is. Tilkynningar um frávik á akstri eru birtar á Facebook-síðu SVA og á straeto.is.

Vegna framkvæmda í miðbænum hefur endastöð strætisvagna verið færð frá Nætursölunni yfir götuna og er nú sunnan við BSO.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan