Stóri plokkdagurinn #plokkak

Sekkir sem þessir verða við alla grunnskóla og grenndarstöðvar í bænum.
Sekkir sem þessir verða við alla grunnskóla og grenndarstöðvar í bænum.

Næsta laugardag ætla Akureyringar að taka höndum saman og plokka rusl í bæjarlandinu.

Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að fara saman út að plokka alls kyns rusl sem liggur á víðavangi. Fólk er einnig hvatt til að deila myndum af afrakstrinum eða vinnunni á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #plokkak.

Á laugardagsmorgun verður búið að koma fyrir ruslasekkjum við allar grenndarstöðvar í bænum og á áberandi stöðum við alla grunnskóla bæjarins. Fólk er hvatt til að losa úr ílátum sínum í þessa sekki og einnig má setja í þá heilu pokana með plokkrusli. Starfsmenn Akureyrarbæjar fjarlægja sekkina síðan um klukkan sex síðdegis á laugardag og verður ruslið í þeim flokkað eins og vera ber.

Gerum fallega bæinn okkar ennþá fallegri og plokkum saman í góða veðrinu á laugardaginn.

Facebook viðburður Stóra plokkdagsins HÉR

#plokkak

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan