Starfamessa í febrúar

Nemendur úr Glerárskóla á Starfamessu 2017.
Nemendur úr Glerárskóla á Starfamessu 2017.

Starfamessa grunnskóla Akureyrarbæjar verður haldin öðru sinni 23. febrúar nk. í húsnæði Háskólans á Akureyri.

Náms- og starfsráðgjafar ásamt undirbúningsnefnd í samstarfi við fræðslusvið Akureyrarbæjar standa að þessum viðburði. Markmiðið er að grunnskólanemar í 9. og 10. bekk kynnist fjölbreyttri atvinnustarfsemi í bænum og þeim möguleikum sem þeirra bíða í framtíðinni. Fyrirtækjum er boðið að kynna starfsemi sína á Starfamessunni og komust færri að en vildu í fyrra.

Auglýsing um Starfamessu þar sem forsvarsmenn fyrirtækja eða stofnana eru hvattir til samstarfs við grunnskóla bæjarins í febrúar 2018.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan