Stærðfræðingar í Síðuskóla

Mikeal Blær með verðlaun og viðurkenningarskjal. Mynd af heimasíðu Síðuskóla.
Mikeal Blær með verðlaun og viðurkenningarskjal. Mynd af heimasíðu Síðuskóla.

Tveir nemendur úr Síðuskóla stóðu sig prýðilega í Pangea-stærðfræðikeppninni sem fram fór í Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu helgi. Mikael Blær Hauksson úr 8. bekk lenti í 3. sæti með 27 stig og Hildur Arnarsdóttir úr 9. bekk hreppti 18. sæti með 22 stig. Frábær árangur hjá þeim báðum.

Í vetur hafa nemendur í 8. og 9. bekk víða um landið tekið þátt í hinni árlegu Pangea-stærðfræðikeppni. Alls tóku 3.352 nemendur úr 68 skólum þátt í keppninni og eftir tvær umferðir komust aðeins þeir 43 stigahæstu áfram úr hvorum árgangi. Laugardaginn 23. mars voru því 86 stigahæstu nemenurnir samankomnir í MH þar sem úrslitakeppnin var haldin. Síðuskóli átti tvo fulltrúa í þessum úrslitum sem er ansi gott.

Mikael Blæ og Hildi er óskað til hamingju með árangurinn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan