Fjölsótt Sólstöðuhátíð í Grímsey

Lundabyggðin í Grímsey hefur mikið aðdráttarafl en það hefur einstök miðnætursólin við heimskautsbau…
Lundabyggðin í Grímsey hefur mikið aðdráttarafl en það hefur einstök miðnætursólin við heimskautsbauginn líka.

Óvenju mannmargt er nú í Grímsey en þar hefst Sólstöðuhátíðin í dag og stendur fram á sunnudag. Ennþá er laust með flugi út í Grímsey á morgun, föstudag, en alltaf ætti að vera hægt að komast með ferjunni Sæfara. Nýting gistiplássa er með mesta móti en auðvelt er að koma sér vel fyrir á tjaldsvæðinu í eyjunni þar sem er ágæt aðstaða fyrir gesti.

Veðurspáin fyrir helgina er ljómandi góð og allir eru hjartanlega velkomnir á Sólstöðuhátíðina í Grímsey.

Dagskrá helgarinnar.

Heimasíða Grímseyjar með ýmsum gagnlegum upplýsingum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan