Smit í Oddeyrarskóla

Mynd af heimasíðu Oddeyrarskóla.
Mynd af heimasíðu Oddeyrarskóla.

Í gær greindist nemandi á miðstigi Oddeyrarskóla á Akureyri með staðfest smit af Covid-19. Vegna þessa hefur skólanum verið lokað og allt starfsfólk og nemendur sæta nú úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning fer fram.

Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir að fylgjast vel með því hvort fram komi einkenni sjúkdómsins og er bent á að hafa samband við heilsugæsluna ef grunur vaknar um smit. Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin.

Oddeyrarskóli verður lokaður mánudaginn 19. október vegna smitsins og síðan taka við haustfrí út næstu viku.

Í Oddeyrarskóla eru 195 nemendur og 45 starfsmenn.

Uppfært kl. 17.26:

Nú er smitrakningu nánast lokið og niðurstaðan sú að nemendur miðstigs ásamt kennurum þess fara í sóttkví en aðrir nemendur og kennarar eru lausir úr sinni úrvinnslusóttkví. Hefur þeim verið kynnt þessi niðurstaða af skólastjórnendum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan