Skýrsla bæjarstjóra 6/2/2019-19/2/2019

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.


Flutt á fundi bæjarstjórnar 19. febrúar 2019.


6. febrúar: Fundur með mennta- og menningarmálaráðherra þar sem umræðuefnið var Amtsbókasafnið og skylduskil.

7.-16. febrúar: Leyfi

18. febrúar: Setti formlega að stað söfnunina „Börn hjálpa börnum" sem er á vegum ABC barnahjálpar og er unnið í samstarfi við grunnskóla landsins. Á Akureyri munu  börn í 5. bekk fjórum grunnskólum á Akureyri ( Lundaskóli,Giljaskóli,Oddeyrarskóli og Síðuskóli) ganga í hús og safna peningum sem verða notaðir til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu og þá sérstaklega í skólum á Indlandi og Pakistan. Hvet ykkur til að taka vel á móti krökkunum.

18. febrúar: Átti skemmtilega samvinnu við Jörg Gläscher,þýskan ljósmyndari sem vinnur að bók þar sem hann fylgist með og tekur myndir af bæjarstjórum, fulltrúum lögreglu og dómara um víða veröld og kallast verkefnið hans „State of state".

18. febrúar: Fundur með fulltrúum Eyjafjarðarsveitar varðandi framkvæmdir við brýrnar við suðurenda flugvallarins.