Skýrsla bæjarstjóra 5/6-2019-3/9/2019

Mynd frá Akureyrarvöku 2019
Mynd frá Akureyrarvöku 2019

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.

Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 3. september 2019.

Fyrstu tvær vikurnar í júní: Fundir með öllum sviðsstjórum og formönnum stjórna vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

5. júní: Sat stjórnarfund Norðurár sem fram fór í Skagafirði.

6. júní: Sat aðalfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar sem haldinn var í Fjallabyggð.

7. júní: Undirritun á uppbyggingarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar.

12. júní: Fundarstjórn  í Hofi á fundi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu stjórnvalda.

13. júní: Opnaði sýninguna „Áður en ég dey" sem stóð í allt sumar á Amtsbókasafninu.

17. júní: Flutti hátíðarræðu í Lystigarðinum á Akrueyri í upphafi hátíðarhaldanna á þjóðarhátíðardaginn.

18. júní: Tók þátt í skype fundi vegna Arctic Mayors sem Akureyrarbær hluti af en sá vettvangur verður einmitt formfestur hér í Hofi 10. október á fundi.

19. júní: Á kvennadeginum horfði ég frumsýningu í Hofi á mynd um frú Elísabetu frá Grenjaðastað, sem var mikill menningarforkólfur,kvenréttindakona, tónskáld og organisti.

20. júní: Flutti erindi á ráðstefnu á vegum Byggðastofnunar þar sem umfjöllunarefnið var dreifbýli og sameiginlegar áskoranir í nokkrum löndum. Ráðstefnan var hluti af ERASMUS verkefni sem Byggðastofnun var hluti af.

28. júní: Var viðstödd útskrift úr Vísindaskóla unga fólksins sem skipulagður er af Háskólanum á Akureyri og fékk að segja nokkur hvatningarorð.
----------------

1. júlí: Tók þátt í að fagna 50 ára afmæli Héraðsskjalasafnsins.

25. júlí: Tók á móti Herr Schultze sem er sérlegur vinur Akureyrarbæjar en hann og kona hans Gisella sem nú er látin gáfu Akureyrarbæ fjölda landakorta sem geymd eru í Minjasafninu og hafa verið þar til sýnis. Herr Schultze kom hingað til Akureyrar að jarðsetja ösku konu sinnar í kirkugarðinum í Lögmannshlíðarkirkjugarði.

26. júlí Undirritaði rekstrar- og þjónustusamning milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar.
-------------------
4. ágúst: Flutti ávarp á Sparitónleikunum á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu sem fram fór hér um verslunarmannahelgina og var hin glæsilegasta.

8. ágúst: Fundaði með þingmönnum kjördæmisins, bæjarfulltrúum, fulltrúum Isavia og Markaðsstofunnar um málefni millilandaflugs.

14. ágúst: Átti fund með heilbrigðisráðherra m.a. um málefni heilsugæslunnar og einnig mennta- og menningarmálaráðherra m.a. um málefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

15. ágúst: Átti skype fund með fulltrúm Arctic Mayors þar sem áfram var haldið með undirbúning fyrir fund okkar í október.

16. ágúst: Var mætt á bryggjuna hjá Hafnarsamlagi Norðuralnds í býtið til að fá að fara með lóðsinum að taka á móti skemmtiferðaskipi. 

21. ágúst: Heimsótti Bjarmahlíð ásamt Guðmundi Baldvin Guðmundssyni formanni bæjarráðs. Guðrún Blöndal sem stýrir starfseminni sem er til húsa í Gamla spítala, ásamt Aflinu, sagði okkur frá starfinu og því miður er nóg að gera og hefur það strax sýnt sig að mikil þörf var fyrir þetta úrræði. Vil þakka Höllu Bergþóru Björnsóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra fyrir sinn þátt í þetta varð að veruleika.

21. ágúst: Hlýddi á og fékk að segja nokkur orð á frábærum tónleikum í Hofi með bandarísku hljómsveitinni Quindar sem hingað kom á m.a. á vegum Bandaríska sendiráðsins og NASA. 

23. ágúst: Tók á móti hópi starfsfólks frá Seúl borg sem allt vinnur að umhverfismálum en starfsfólkið komst að því eftir leit á internetinu, að á Akureyri væri verið að vinna afar gott starf í þessum málaflokkum. Þau komu því gagngert til Akureyrar til að kynna sér það við höfum verið og erum að gera á vettvangi umhverfismála.