Skýrsla bæjarstjóra 5/12-11/12 2018

Í lok hvers bæjarstjórnarfundar fer bæjarstjóri yfir helstu verkefni hverju sinni.
Efni skýrslunnar getur tekið breytingum í flutningi.

Flutt á fundi bæjarstjórnar 11. desember 2018


5. desember
• Heimsókn í Norðlenska þar sem Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri sagði frá starfsemi fyrirtækisins
• Heimsókn í Glerárskóla sem fagnar nú 110 ára afmæli
• Tók þátt í formannafundi ÍBA

6. desember
• Var viðstödd verðlaunaafhendingu í ritlistarsamkeppninni Ungskáld sem fram fór á Amtsbókasafninu og var Anna Kristjana Helgadóttir valin Ungskáld Akureyrar 2018

7. desember
• Heimsótti hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð sem er afar glæsileg bygging þar sem unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni

10. nóvember
• Sat ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri þar sem 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna var fagnað með metnaðarfullri dagskrá

11. desember
• Fundur með sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja þar landvinnsla Útgerðarfélags Akureyringa var skoðuð