Skólaleikur

Haustið 2017 var ákveðið að verðandi fyrstu bekkingum í grunnskólum Akureyrar stæði til boða tveggja vikna aðlögunartímabil að verðandi grunnskóla. Um er að ræða tvær vikur eftir Verslunarmannahelgi og fram að skólasetningu grunnskóla. Þetta tímabil aðlögunar fékk heitið „skólaleikur".

Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskóla er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau kynnist skólahúsnæðinu, matsalnum, frístundinni, útisvæðinu o.fl.

Skólaleikur er starfræktur í tvær vikur. Í ár hefst hann þriðjudaginn 6. ágúst og stendur til 19. ágúst, að báðum dögum meðtöldum. Opnunartíminn er frá kl. 7.45 – 16.15 og býðst foreldrum að velja um tvö tímabil fyrir börn sín þ.e. frá 6. – 19. ágúst eða frá 12. – 19. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Gert er ráð fyrir að börn ljúki leikskólagöngu sinni við sumarlokun leikskóla en þeir foreldrar sem þurfa nauðsynlega á leikskóla að halda að loknu sumarleyfi og fram að skólaleik eru beðnir að snúa sér til skólastjóra leikskólans með óskir sínar.

Gjaldskrá fyrir skólaleik er hin sama og í leikskóla og eru gjöldin innheimt með sambærilegum hætti og leikskólagjöld.
Foreldrar sækja um skólaleik í íbúagáttinni og er umsóknarfrestur til 10. maí n.k.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan