Skólahald með eðlilegum hætti á morgun

Snjómokstur á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar nú fyrir stundu.
Snjómokstur á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar nú fyrir stundu.

Skólahald verður í öllum skólum bæjarins á morgun, fimmtudag, samkvæmt dagskrá.

Veðrið virðist ganga hægar niður en spáð var og því hefur gengið heldur hægt að hreinsa götur bæjarins. Framkvæmdamiðstöð reiknar með að moka fram á kvöld og hefja mokstur aftur kl. 4 í fyrramálið. Veðurspáin hljóðar upp á 13-18 m/s og él.

Búast má við að hluti starfsfólks eigi í erfiðleikum með að komast til vinnu í fyrramálið og að öll umferð gangi hægar fyrir sig en venjulega.

Foreldrar skulu sjálfir meta aðstæður og ef erfitt er að koma til skóla strax í fyrramálið munu skólastjórnendur sýna því skilning. Þó er eindregið óskað eftir því að starfsfólk viðkomandi skóla sé látið vita að börnin séu á öruggum stað.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan