Skólahald fellur niður í fyrramálið

Við Lundarskóla fyrr í dag.
Við Lundarskóla fyrr í dag.

Skólahald fellur niður til hádegis á morgun, miðvikudaginn 11. desember, í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og í Tónlistarskólanum á Akureyri.

Staða mála og veðurhorfur verða metnar kl. 10 í fyrramálið og ákvörðun tekin um hvort skólahaldi verði alfarið aflýst á morgun. Tilkynning um það verður birt fyrir hádegi.

Áður hefur verið tilkynnt að öll kennsla falli niður í VMA og MA á morgun.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan