Skipulagsmál á opnu húsi 24. október 2022 - Verið velkomin!

Mánudaginn 24. október nk. munu eftirfarandi skipulagstillögur liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi Akureyrar milli klukkan 16 og 19:

 

  • Hafnarstræti 16 – stækkun íbúðakjarna

Tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi Innbæjar vegna áforma um stækkun íbúðakjarna á lóð Hafnarstrætis 16. Tillögurnar gera ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 500 m2 til suðurs og stækkun byggingarreits fyrir allt að 300 m2 viðbyggingu á einni hæð. Opið svæði sunnan Hafnarstrætis 16 mun skerðast um sem nemur stækkun lóðarinnar en til mótvægis verður leikvöllur á svæðinu stækkaður til austurs.

Tillögurnar eru í auglýsingu til 28. nóvember nk.

  • Vestursíða – leikskóli og hjúkrunarheimili

Drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna áforma um stækkun skipulagssvæðisins til vesturs, afmörkun lóðar fyrir hjúkrunarheimili á tveimur hæðum og nýjum leikskóla sem tengist Síðuskóla.

Drögin eru í kynningu til 26. október nk.

  • Hvannavellir 10-14 – nýtt deiliskipulag

Drög að tillögu að nýju deiliskipulagi sem fjallar um uppbyggingar- og þéttingarmöguleika á svæði sem nær yfir lóðir við Hvannavelli 10, 12 og 14.

Drögin eru í kynningu til 5. nóvember nk.

 

Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á opna húsið, kynna sér tillögurnar og fá nánari upplýsingar frá starfsfólki þjónustu- og skipulagssviðs um efni þeirra ef óskað er. Einnig er hægt að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri á opnu húsi.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Starfsfólk þjónustu- og skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan