Skipulagslýsing: Stækkun íbúðarsvæðis fyrir búsetukjarna

Loftmynd sem sýnir staðhætti. Gul útlína afmarkar svæðið sem breytingin nær til.
Loftmynd sem sýnir staðhætti. Gul útlína afmarkar svæðið sem breytingin nær til.

Unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir Hafnarstræti 16, þar sem fyrirhuguð er stækkun íbúðarsvæðis fyrir búsetukjarna. Skipulagsbreytingin felur í sér að íbúðarsvæði ÍB1 stækkar um 0,5 ha. sunnan lóðar við Hafnarstræti 16 og opið svæði OP2 minnkar sem því nemur. 

Tekin hefur verið saman lýsing á skipulagsverkefninu og er hún aðgengileg hér. Einnig er hægt að nálgast skipulagslýsinguna í þjónustuveri Akureyrarbæjar í Ráðhúsi, Geislagötu 9. 

Athugasemdir, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram, er hægt að senda með tölvupósti á netfangið skipulagssvid@akureyri.is eða skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari, eða til 27.október 2021.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá AkureyrarbæAthugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan