Skipulagslýsing fyrir Tónatröð – ert þú með ábendingu?

Frestur til að senda inn ábendingu um skipulagslýsingu vegna breytinga á skipulagi svæðis við Spítalaveg og Tónatröð rennur út í dag, 12. janúar.

Skipulagslýsingin, sem er í raun lýsing á skipulagsverkefninu framundan, hefur verið í kynningarferli frá 15. desember. Bæjarbúar eru hvattir til að nota tækifærið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Smelltu hér til að senda inn ábendingu

Uppfært 13. janúar: Ábendingafrestur er liðinn og hefur ábendingaforminu hér að ofan verið lokað í bili.

Samkvæmt tillögu sem skipulagsráð bæjarins tók fyrir í byrjun nóvember, og liggur til grundvallar skipulagslýsingunni, er stefnt að auknu byggingarmagni og fjölgun íbúða á svæðinu. Gert er ráð fyrir breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Samkvæmt núgildandi skipulagi eru á svæðinu einbýlishúsalóðir en lagt hefur verið til að í staðinn verið byggð fjölbýlishús.

Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasvæði um Tónatröð hér á vefnum sem er uppfært reglulega. Smelltu hér til að skoða vefsvæðið.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan