Skipulagslýsing fyrir tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti á Akureyri

Unnið er að gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir tjaldsvæðissreitinn við Þórunnarstræti.
Skipulagssvæðið afmarkast af Þingvallastræti í norðri, Þórunnarstræti í austri, Hrafnagilsstræti í suðri og Byggðavegi í vestri.

Í gildandi aðalskipulagi skiptist landnotkun svæðisins í afmarkað reiti fyrir íbúðarsvæði, verslunar- og þjónustusvæði og samfélagsþjónustu en með breytingunni er gert ráð fyrir að allt svæðið verði skilgreint sem miðsvæði. Á svæðinu er þegar fjölbreytt starfsemi og nú eru uppi fyrirætlanir um að byggja heilsugæslustöð á svæðinu auk þess sem svæðið talið mikilvægt þéttingarsvæði. Með því að líta á svæðið sem eina heild má í deiliskipulagi vinna frekar að því að tengja núverandi og nýja starfsemi saman og auðvelda aðgengi íbúa að svæðinu.

Hægt er að skoða lýsinguna hér.

Óskað er eftir ábendingum í gegnum netfangið skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá þessari auglýsingu. Hægt er að koma á framfæri skriflegum ábendingum til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, þar sem einnig er hægt að skoða lýsinguna en fólk er hvatt til þess að nýta sér rafrænar lausnir sökum aðstæðna.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ hér.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan