Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag gatnamóta Hörgárbrautar, Borgarbrautar, Glerárgötu og Tryggvabrautar

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir gatnamót Hörgárbrautar, Borgarbrautar, Glerárgötu og Tryggvabrautar. Skipulagslýsingin liggur frammi í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og er aðgengileg hér fyrir neðan.

Skipulagslýsing fyrir gatnamót Hörgárbrautar, Borgarbrautar, Glerárgötu og Tryggvabrautar

Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.

14. febrúar 2018
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan