Skíðalyftan opin á sumrin

Mynd: Kristján Bergmann Tómasson.
Mynd: Kristján Bergmann Tómasson.

Frá og með föstudeginum 6. júlí verður stólalyftan Fjarkinn opin í Hlíðarfjalli frá kl. 10 til 17 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Þar með aukast enn möguleikar almennings til að njóta útiveru á þessu skemmtilega svæði hvaðan útsýnið yfir Akureyri er einstakt.

Hjólreiðafólki er heimilt að taka reiðhjól með sér í lyftuna og fyrir fótgangandi gildir lyftumiðinn fram og til baka.

Hægt verður að kaupa lyftumiða hjá lyftuverði og einnig á heimasíðu Hlíðarfjalls. Verðinu er stillt mjög í hóf og kostar ein ferð 1.000 kr. fyrir fullorðna en 700 kr. fyrir börn, unglinga og ellilífeyrisþega. Einnig verður hægt að kaupa helgarpassa og sumarkort. Nánari upplýsingar á heimasíðu Hlíðarfjalls, www.hlidarfjall.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan