Skarðshlíð 20 – breyting á deiliskipulagi - Niðurstaða bæjarstjórnar

Skarðshlíð 20 deiliskipulagsbreyting
Skarðshlíð 20 deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 2.maí 2023 breytingu á deiliskipulagi fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af lóðinni Skarðshlíð 20 og gerir tillagan ráð fyrir að á lóðinni rísi eitt fjölbýlishús á þremur til fimm hæðum í vinkilbyggingu ásamt bílakjallara.
Tillagan var auglýst frá 25.janúar til 13.mars 2023. Engar athugasemdir bárust. Eftir auglýsingatíma var gerð breyting á tillögunni varðandi fjarlægð bílastæða frá stofnbraut til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar.

Deiliskipulagsuppdrátt má sjá hér.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulagstillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan