Skákfélag Akureyrar 100 ára

Ásthildur og Áskell undirrita samninginn.
Ásthildur og Áskell undirrita samninginn.

100 ára afmæli Skákfélags Akureyrar verður fagnað sunnudaginn 10. febrúar kl. 15 í Íþróttahöllinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar og saga félagsins rakin stuttlega í máli og myndum. Þá verður dagskrá félagsins á afmælisárinu kynnt, m.a. alþjóðlegt mót og Íslandsmót sem haldið verður á Akureyri í vor.

Fyrr í vikunni undirrituðu bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, og formaður Skákfélags Akureyrar, Áskell Örn Kárason, nýjan samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja við starf barna og ungmenna og gefa þeim kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi.

Akureyrarbær leggur áherslu á að starfið standi til boða fjölbreytilegum hópi barna og ungmenna í bænum. Bjóða skal upp á faglegt starf með forvarnir og jafnrétti að leiðarljósi og sem tekur mið af grunnþáttum barnvænna sveitarfélaga.

Allir eru velkomnir í Íþróttahöllina á sunnudag kl. 15 til að fagna 100 ára afmæli Skákfélags Akureyrar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan